um hb yoga

Hildur Bjarnadóttir

Hildur Bjarnadóttir

Hildur Bjarnadóttir, eigandi hb yoga,  fór á byrjendanámskeið í Ashtanga Yoga hjá Ingibjörgu Stefáns árið 2007 og hefur stundað yoga síðan.
Hún var í mjög krefjandi vinnu á þessum tíma og segir stundum að yogað hafi bjargað lífi sínu, þarna fann hún það sem hún hafði leitað að.

Árið 2012 fór hún kennaranám til Ingibjargar í Yoga Shala og útskrifaðist þaðan ári síðar. Hún hefur einnig lært undir handleiðslu margra frábærra kennara svo sem Julie Martin, Alexander Medin, Michael Gannon, Lucas Rockwood, Mark Robberds, Ryan Leier, Laruga Glaser og Elena Mironov. 

Hún fór á kennaranámskeið hjá Lucas Rockwood hjá Yogabody Fitness í Yoga Trapeze árið 2016 og hlakkar til að miðla reynslu sinni áfram. 

Hildur kennir Vinyasa flæði, Ashtanga og Trapeze Yoga í 101 Yoga, ásamt því að kenna Hot Yoga í Reebok Fitness.

Hildur: „Ég trúi því að yoga sé fyrir alla og hlakka til að sjá ykkur á mottunni og í loftinu :))“